Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1142 svör fundust

Af hverju eru laufblöðin ekki blá og hvít?

Við þessari spurningu eigum við ágætt svar eftir Kesöru Anamthawat-Jónsson. Í svari við spurningunni Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar? kemur fram að blaðgræna í plöntum gleypir í sig rautt og blátt ljós og nýtir við ljóstillífun. Ennfremur segir í svarinu:Það sem plantan notar ekki eru...

Nánar

Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi? Samanber þessa grein: Isoleret folk i Sverige brugte runer helt op i 1900-tallet | Videnskab.dk. Rúnaletur var notað á Íslandi eiginlega alveg fram á 20. öldina en við lok 19. aldar var farið að birta greinar um rúnir ...

Nánar

Af hverju kallast einmánuður þessi nafni?

Einmánuður er síðasti mánuður vetrar og tekur við af góu. Hann hefst á þriðjudegi á bilinu 20.–26. mars og stendur þar til harpa tekur við á bilinu 19.–25. apríl. Nafnið kemur fyrir þegar í fornum bókmenntum, meðal annars í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu. Þar segir um skiptingu ársins (1949: 239):Frá jafndægri er ha...

Nánar

Hvaða bækur voru prentaðar í prentsmiðju Jóns Arasonar biskups?

Breviarium Holense. Óumdeildar heimildir eru um eina bók á latínu, Breviarium Holense, sem Jón Matthíasson prentaði á Hólum í tíð Jóns biskups Arasonar. Árni Magnússon átti seinasta kunna eintak bókarinnar sem brann 1728. Jón Ólafsson úr Grunnavík skrifaði eftir minni titilblað og niðurlagsorð bókarinnar og sagði...

Nánar

Hvers konar gosefni komu úr gosunum 1362 og 1727 í Öræfajökli?

Tore Prestvik[1] hefur kannað jarðlagaskipan í Öræfajökli og bergfræði gosefnanna. Samsetning þeirra er frábrugðin þeim efnum sem verða til í fráreksbeltunum. Bergtegundir sem finnast í Öræfajökli, spanna allt samsetningarsviðið frá basískum og frumstæðum til súrra og háþróaðra. Þetta er í fullu samræmi við breyti...

Nánar

Hver var Bertrand Russell og hvert var framlag hans til fræða og vísinda?

Bertrand Russell (1872–1970) var breskur heimspekingur, rökfræðingur og stærðfræðingur, og einn af frumkvöðlum rökgreiningarheimspekinnar ásamt Gottlob Frege, Ludwig Wittgenstein, G.E. Moore og fleirum. Á langri og viðburðaríkri ævi setti Russell fram gífurlega áhrifamiklar kenningar í rökfræði, málspeki, þekkinga...

Nánar

Hver er saga náttúruverndar á Íslandi?

Þetta svar fjallar um náttúruvernd á Íslandi. Lesendur eru líka hvattir til að kynna sér svar sama höfundar um sögu náttúruverndar almennt og tilgang hennar: Hvenær hófst náttúruvernd og hver er megintilgangurinn með henni? Náttúruvernd á Íslandi – fyrstu skrefin Svíar voru fyrstir Norðurlandaþjóða til að ...

Nánar

Af hverju er bæjarnafnið Roðgúll dregið?

Í Árnessýslubindi Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (II, bls. 65) eru taldar upp hjáleigur í Stokkseyrarhreppi. Ein hjáleiga Stokkseyrarjarðar er Vatnsdalur, „áður kallað Roðgúll“. „Landskuld xx álnir í landaurum ut supra og að auk fyrir fjörubrúkun skilur landsdrottinn iij alin í sölvum, hefur nú ei go...

Nánar

Hver var Árni Magnússon og fyrir hvað er hann þekktastur?

Árni Magnússon fæddist að Kvennabrekku í Dölum árið 1663 og ólst upp í Hvammi hjá móðurforeldrum sínum. Hann var af prestaættum og gekk í skóla í Skálholti, en hélt til frekara náms í Kaupmannahöfn haustið 1683. Þar var hann svo lánsamur að komast í vinnu hjá fornfræðingi konungs, sem vann að bók um trúarsiði á No...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Jensson rannsakað?

Páll Jensson er prófessor í verkfræði og sviðsstjóri Fjármála- og rekstrarverkfræðisviðs við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann hefur stundað rannsóknir á ýmsum sviðum rekstrarverkfræði, einkum á hagnýtingu aðgerðarannsókna í íslensku atvinnulífi. Aðgerðarannsóknir fjalla um að gera stærðfræði...

Nánar

Hver var John Dewey?

John Dewey (1859-1952) var einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Raunar náðu hugmyndir hans langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna, því hann hafði mikil áhrif víða í Evrópu og í Kína, og þær hafa lifað góðu lífi eftir hans daga; enn í dag má telja hann einn áh...

Nánar

Máttu verja heimili þitt við innbrot?

Í 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 40/1940 er kveðið á um að: [þ]að verk [sé] refsilaust, sem menn vinna af neyðarvörn, að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir yfir, enda hafi ekki verið beitt vörnum, sem séu augsýnilega hættulegri en...

Nánar

Fleiri niðurstöður